Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Reykhóladagar - Ef ég væri grágæs -

Fyrsta atriði á Reykhóladögum er "Ef ég væri grágæs", skemmtilegt barnaleikrit eftir Ellen Margréti Bæhrenz. Sýningin verður á Hlunnindasýningunni á Reykhólum þann 13. ágúst kl. 17:00. Frítt inn!
02.08.2025
Fréttir

Nýtt gufubað bráðum tekið í notkun við Grettislaug

Innan tíðar verður hægt að slaka á í saunatunnu við sundlaugina á Reykhólum.
30.07.2025
Fréttir

Gróskudagur Skógræktarfélagsins Bjarkar á sunnudag

Sunndaginn 27, júlí, kl. 14 ætlar skógræktarfélagið Björk að vera með gróskudag inn á Barmahlíð. Markmiðið er að undirbúa gönguleið að ofanverðu, setja niður nýtt ruslaskýli sem hann Dalli smíðaði fyrir okkur, einnig að hafa gaman saman.
24.07.2025
Fréttir

Sumarlokun á skrifstofu Reykhólahrepps

Skrifstofa Reykhólahrepps veður lokuð vegna sumarleyfa 21. júlí til 1. ágúst.
18.07.2025
Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ljósleiðara í þorpinu á Reykhólum

Fjarskiptafélag Reykhólahrepps hyggst leggja ljósleiðarakerfi í þéttbýlinu á Reykhólum. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir nú síðsumars og eru verklok áætluð síðla hausts, en í síðasta lagi fyrri hluta árs 2026.
17.07.2025
Fréttir
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, undirrita samning um orkuskipti í Flatey.

Samið um umfangsmikil orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, undirrituðu í gær, samning um orkuskipti í Flatey
05.07.2025
Fréttir

Víkingurinn 2025

Víkingurinn 2025 fer fram á Vestfjörðum dagana 11. - 13. júlí. Okkar hraustasta fólk mætir til þess að keppa í aflraunum víðs vegar um Vestfirði.
03.07.2025
Fréttir
mynd af vef Vestfjarðastofu

Fjársjóður fjalla og fjarða

Reykhólahreppur er nú þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir með áherslu á samfélagslega þróun í gegnum verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða. Verkefnið er unnið í samstarfi Reykhólahrepps, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar.
01.07.2025
Fréttir

Svæðisskipulag Vestfjarða 2026-2050 - Vinnslutillaga til kynningar og umsagnar

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða samþykkti fyrir hönd allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, þann 26. maí 2025 vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050.
23.06.2025
Fréttir
mynd, kirkjublaðið.is

Viðhald á kirkjugarðinum í Garpsdal

Í næstu viku verður hafist handa við lagfæringar í kirkjugarðinum í Garpsdal. Girðingin um garðinn verður endurnýjuð og leiði sem hafa sigið og veðrast verða löguð
22.06.2025
Fréttir