Fara í efni

Báta- og hlunnindasýningin

Báta og hlunnindasýningin ehf. er félag í eigu Reykhólahrepps, Félags áhugamanna um bátasafn á Breiðafirði og Æðarvéa. 

Félagið var stofnað um sýninguna árið 2011. Sýningin er gluggi að skemmtilegum heimi fugla, báta og náttúrumynja Breiðafjarðar. 

Meðal annars fá gestir að kynnast æðarfuglinum á sérstakan hátt og fræðast um gömlu súðbyrðingana með breiðfirska laginu. Vélasafn Þórhalls Matthíassonar frá Litlabæ í Skötufirði er staðsett á neðri hæð safnsins.

 

Báta og hlunnindasýningin er opin á sumrin alla daga milli kl. 11:00 og 18:00.

netfang: upplysingar@reykholar.is

Facebook síða Báta- og hlunnindasýningar

Félag áhugamanna um bátasafn - myndir o.fl.

Facebook síða FÁBBR