Fara í efni

Hunda- og kattahreinsun í Reykhólahreppi 26. nóv.

22.11.2025
Fréttir

Miðvikudaginn 26. nóvember fer fram lögbundin hunda- og kattahreinsun í Reykhólahreppi.

Hreinsunin fer fram í áhaldahúsi sveitarfélagsins kl. 16 – 18.

Ormahreinsun hunda og katta er innifalin í leyfisgjaldi.

Óskráð dýr er hægt að skrá á staðnum.

Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar, fyrir þær þarf að greiða sérstaklega.

 

Ida Bergit Rognsvag dýralæknir annast hreinsunina.