Fara í efni

Fullveldishátíð Reykhólaskóla 2025

24.11.2025
Fréttir

Árleg Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum fimmtudaginn 4. desember kl. 17:00. Húsið er opnað kl. 16:30.

Nemendur verða með atriði á sviði og nemendur tónlistarskólans taka nokkur lög fyrir gesti.

Foreldrafélagið verður með veislukaffi sem engin má missa af.

Aðgangseyrir rennur allur í ferðasjóð nemenda. Fólk er hvatt til að mæta, styðja við ferðasjóð nemenda og njóta samverunnar.

Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta.