Skreppum í skóginn á sunnudag..
24.11.2025
Fréttir
Sæl öll.
Á sunnudaginn þann 30. nóv. ætlum við að hittast í Barmahlíðaskóginum milli klukkan 14 og 16 og eiga fallega stund saman.
Í boði verða glögg og piparkökur. Við munum líka vera með smá varðeld og hægt að föndra vetrarskreytingar með efnivið úr fallega skóginum okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
3 skógardísir