Fara í efni

Mannauður

Mannauðsstefna Reykhólahrepps

Mannauðsstefnu Reykhólahrepps er ætlað að vera leiðarvísir fyrir starfsmenn og stjórnendur til að stuðla að auknum árangri og betri líðan starfsmanna. Stefnan nær til allra starfsmanna sem ráðnir eru til starfa fyrir hönd sveitarfélagsins. Markmið mannauðsstefnunnar er að stuðla að því að Reykhólahreppur ráði til sín hæfa starfsmenn sem uppfylla nauðsynleg skilyrði og kröfur sem hver stofnun setur við ráðningu nýs starfsmanns. Starfsmenn þurfa að geta tileinkað sér nýjungar þar sem samfélagið tekur breytingum vegna þróunar og aukinnar þekkingar. Henni er einnig ætlað að setja ákveðinn ramma utan um starfsskilyrði starfsmanna og þær kröfur sem starfsmenn verða uppfylla til að þeir geti veitt íbúum sveitarfélagsins góða þjónustu.

Stefna Reykhólahrepps  gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

Markmið stefnu þessarar er að unnið sé markvisst að því að fyrirbyggja og uppræta einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi með því að:

  • Stuðla að fræðslu og forvarnarstarfi gegn óæskilegri hegðun á vinnustaðnum og þannig auka vitund og skilning á framangreindri háttsemi.
  • Upplýsa starfsfólk um málsmeðferð slíkra mála og hvernig þeir geta komið kvörtun, ábendingu eða rökstuddum grun í réttan farveg.
  • Fylgja viðbragðsáætlun sem kveður á um viðbrögð ef fram koma kvartanir eða ábendingar um framangreinda háttsemi.

Viðverustefna Reykhólahrepps

Reykhólahreppi er umhugað um heilsu og líðan starfsfólks síns og vill því stuðla að heilbrigðu, öruggu
og jákvæðu starfsumhverfi. Tilgangur stefnunnar er að samræma verklag og viðbrögð vegna fjarveru
þannig að allir starfsmenn og stjórnendur hafi skýra verkferla í tengslum við tilkynningar, skráningar
og viðbrögð við fjarvistum sem/og endurkomu til vinnu eftir veikindi.

Jafnréttisáætlun 

Jafnlaunastefna

Persónuverndarstefna