Fara í efni

Bakka-Búðin hlaut rekstrarstyrk

30.11.2025
Fréttir

Innviðaráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli.

Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar. Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.

Samtals bárust tíu umsóknir fyrir samtals 64,4 m.kr. Eftirtaldar verslanir fengu styrki:

  • B12-Bryggjan ehf. á Þingeyri – 4 m.kr. vegna opnunar verslunar.
  • Bakka-Búðin ehf. á Reykhólum – 3 m.kr. vegna rekstrar.
  • Hríseyjarbúðin ehf – 3 m.kr. vegna rekstrar.
  • Stöðfirska verzlunarfélagið ehf – 2 m.kr. vegna opnunar verslunar á Stöðvarfirði.
  • Verslunarfélag Drangsness ehf – 3 m.kr. vegna rekstrar.
  • Verzlunarfjelag Árneshrepps ehf – 3 m.kr. vegna rekstrar í Norðurfirði.

Frétt á BB.