Fara í efni

Félagsmiðstöðin Skrefið

Félagsmiðstöðin á Reykhólum í samvinnu við ungmennafélagið Aftureldingu á Reykhólum og hestamannafélagið Glað heldur utan um spennandi dagskrá í félagsmiðstöðinni á þriðjudögum í vetur.


Boðið er upp á klúbbastarf og eru eftirfarandi klúbbar í boði:

 • Knapamerki
 • Fimleikar
 • Fótboltaæfingar/körfuboltaæfingar
 • Dungeons & Dragons

Opið er í félagsmiðstöðinni á sama tíma þar sem ýmis afþreying er í boði fyrir 5.-10. bekk:

 • Spil
 • Föndur
 • Playstation
 • Aðstoð við heimanám
 • Pool
 • Foozball
 • Og margt fleira

Hægt er að kaupa létta hressingu í félagsmiðstöðinni (vöfflur, pylsur, skyr/jógúrt, samlokur, núðlur ofl.) fyrir þá sem eiga ekki tök á því að hlaupa heim í mat, eða eru uppteknir við að hlaupa á milli klúbba.

Tómstundafulltrúi er Jóhanna Ösp Einarsdóttir johanna@reykholar.is

Skráning þátttöku sendist á netfang Jóhönnu.

Knapamerki

Fótbolti og körfubolti

Fimleikaæfingar

Dungeons & Dragons