Fara í efni

Farsældarþing um málefni ungmenna

11.11.2025
Fréttir
Á farsældarþinginu, mynd Vestfjarðastofa
Á farsældarþinginu, mynd Vestfjarðastofa

Fyrsta farsældarþing Vestfjarða var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði föstudaginn 7. nóvember og tókst það sérlega vel. Um 80 manns komu þar saman úr ólíkum áttum; starfsfólk sveitarfélaga, skóla, heilbrigðis- og félagsþjónustu, félagasamtaka, íþróttahreyfinga, menningarstofnana, kjörnir fulltrúar sveitarfélaga, bæjar- og sveitarstjórar ásamt fleirum sem vinna að málefnum barna og fjölskyldna um allt land.

Dagskrá Farsældarþingsins var þétt af erindum sem vörðuðu málaflokkinn með beinum hætti. Fulltrúar úr Ungmennaráði Vestfjarða stýrðu pallborðsumræðum. Í kjölfarið var Farsældarráð Vestfjarða formlega stofnað af sveitarfélögunum á Vestfjörðum. 

Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri undirritaði samning um farsældarráð Vestfjarða fyrir hönd Reykhólahrepps og sat í pallborði. Þórgunnur Ríta Gústafsdóttir frá Reykhólahreppi var í hópi ungmennanna sem stýrðu pallborðinu. Auk þeirra voru bæði kjörnir fulltrúar og starfsmenn frá Reykhólahreppi á þinginu.

Nánar um þingið á síðu Vestfjarðastofu:

Vestfirðingar láta sig farsæld barna varða | Vestfjarðastofa