Fara í efni

Staðarandi Reykhóla

Þorpið Reykhólar og nánasta umhverfi þess hefur að mörgu leyti sérstöðu á landsvísu. Það lætur þó ekki mikið yfir sér. Áhugi er á því að taka á móti fleiri gestum og styrkja þannig um leið forsendur búsetu í sveitarfélaginu. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér breytingar því ný starfsemi kallar á aðstöðu og hún hefur áhrif á það sem fyrir er og síðar verður.

Vísbendingar eru um að sífellt fleiri hafi áhuga á að hefja starfsemi á Reykhólum og í nágrenni. Þá er hyggilegt að staldra við og skoða hvers þarf að gæta og hvar tækifærin liggja, með það í huga að það sem gert er rýri ekki möguleika annarra, núlifandi og ófæddra, til að njóta og nýta.

Sveitarstjórn, í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (nú Vestfjarðastofu) og ráðgjafafyrirtækið Alta boðaði til fundar með íbúum sem haldinn var 10. mars 2013. Þar var til umræðu ýmislegt sem varðar atvinnumál og leitast var við að draga fram það sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Árangurinn af því starfi varð "Staðarandi Reykhóla"

Staðarandi Reykhóla