..Ég bý í sveit..
Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþing um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Reykhólasveitar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum.
Málþingið verður haldið á Laugum í Sælingsdal og er þátttaka öllum opin og án endurgjalds. Skráning á viðburðinn fer fram hér: https://docs.google.com/.../1FAIpQLSdQezKAtnI9iW.../viewform
Dagskrá:
Leiðir til byggðafestu og byggðaþróun í dreifbýli
Hlédís Sveinsdóttir & Björn Bjarnason – Leiðir til byggðafestu
Torfi Jóhannesson – Byggðaþróun
Hádegishlé
Nýsköpun / vonarneistar til framtíðar
Þorgrímur Guðbjartsson, Erpsstöðum – Virðisauki heima á hlaði
Berglind Viktorsdóttir – Hey Iceland
Hjörleifur Finnsson – Kolefnisreikningar
Steinþór Logi Arnarsson – Hvað dregur ungt fólk í dreifbýli?
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir – Urður ullarvinnsla
Sigurður Líndal – Sniglarækt
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir – Lífræn grænmetisrækt
Guðfinna Lára Hávarðardóttir – Reynslusögur af nýsköpun í landbúnaði.