Fara í efni

Húsnæðismál

Reykhólahreppur á og rekur 8 leiguíbúðir og eru þær allar tengdar stofnunum sveitarfélagsins og ætlaðar starfsfólki, íbúðir í Barmahlíð eru einnig ætlaðar öldruðum. 3 íbúðir eru í Reykhólaskóla, og 5 í Barmahlíð.

Áður en þú sækir um skaltu kynna þér reglur um úthlutun leiguíbúða hjá Reykhólahreppi.

Reglur um úthlutun leiguíbúða

Hér er hægt að sækja um íbúð.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur. Stuðningurinn er ætlaður fjölskyldum og einstaklingum sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Vakin er athygli á því að umsóknir um almennar húsaleigubætur eða húsnæðisbætur fara fram hjá Greiðslustofu húsnæðisbóta. nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu HMS.

Félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps FSR heldur utan um afgreiðslu sérstakra húsaleigubóta ásamt húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára ungmenna á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimilis. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og umsókn má finna á heimasíðu FSR.

Félagsmálastjóri

Frekari upplýsingar, reglurgerðir og umsóknir á síðu FSR

 

Leigufélagið Bríet á og rekur 2 íbúðir að Hólatröð 1 - 3.

Upplýsingar um lausar íbúðir hjá Bríet

 

Brák leigufélag hses. á og rekur 3 íbúðir við Hólatröð 5 -9.

Upplýsingar um lausar íbúðir hjá Brák 

 

Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps 2024