Laust starf matráðs við Mötuneyti Reykhólahrepps.
Reykhólahreppur auglýsir lausa stöðu matráðs við Mötuneyti Reykhólahrepps frá og með 1. mars 2024. Mötuneyti Reykhólahrepps er samrekið mötuneyti Reykhólaskóla og Hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar. Matráður hefur umsjón með elhúsi og starfsfólki þess. Sér um að útbúin sé hollur og fjölbreyttur matur fyrir skólabörn, íbúa Barmahlíðar og starfsfólk í samræmi við markmið Lýðheilsustöð og stefnu Reykhólaskóla og Barmahlíðar. Vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Reykhólaskóla og Barmahlíðar.
01.02.2024
Fréttir