Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi opnaður 10. maí
09.05.2025
Fréttir

Handverksmarkaðurinn í Króksfjarðarnesi er opinn frá og með 10. maí, opið er alla daga frá 10:00 til 18:00.
Eins og undanfarin ár eru fjölbreyttar handverksvörur í boði, prjónles, munir úr tré og líka gleri, skartgripir, sápur, sultur, barnaföt og er þá fátt eitt nefnt. Líka má nefna bækur og ekki síst nytjamarkaðinn þar sem fólki gefst kostur á að bjóða í alls kyns muni sem þar með geta öðlast nýtt hlutverk og allur ágóði af sölu hlutanna rennur til góðra málefna í héraðinu.
Veitingar eru líka seldar, súpa dagsins, kaffi eða aðrir drykkir og meðlæti, og samlokur.