Fara í efni

Reykhólaskóli auglýsir eftir kennurum og deildarstjóra Reykhólaskóla

16.05.2025
Fréttir

Laus störf við Reykhólaskóla skólaárið 2025-2026

  • Grunnskólakennari
  • Leikskólakennari
  • Sérkennari
  • Deildarstjóri Reykhólaskóla
  • Tónlistarkennari

    Reykhólahreppur skartar friðsælu og stórkostlegu umhverfi, þar sem fjölbreytt tækifæri eru á að stunda útvist. Góð þjónusta er við barnafjölskyldur, m.a. frítt frístunda- og tómstundastarf og hafa öll börn aðgang að ókeypis 6 tíma leikskóladvöl á dag.

    Á Reykhólum er verið að byggja þrjú ný raðhús. Möguleiki á að fá leigt húsnæði á hagkvæmu verði. Jafnlangt í akstri til Ísafjarðar, Reykjavíkur og í Skagafjörðinn.

    Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. 

Nánar á Laus störf hér á síðunni