Fara í efni

Lausar kennarastöður við Reykhólaskóla í Reykhólahreppi

Reykhólahreppur auglýsir stöður kennara við Reykhólaskóla lausar til umsóknar. Auglýst er eftir umsjónarkennara á mið og elstastigi, list- og verkgreinakennara og kennara í skólaíþróttum. Skólinn er samrekinn leik- og -grunnskóli með frístund og tónlistardeild undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Einkunnarorð skólans eru Vilji er vegur. Nánari upplýsingar um skólann er hægt að sjá á reykholaskoli.is. Reykhólar er sveitarfélag með um 270 íbúa og þar af býr um helmingur þeirra í þéttbýlinu á Reykhólum, sjá nánar á reykholar.is. Ráðið verður í starfið frá og með 1. ágúst nk.

Umsjónarkennari á miðstig

Umsjónarkennari á unglingastigi

Kennari í list- og verkgreinum

Kennari í skólaíþróttum

Meginhlutverk:

  • Samkennsla á miðstigi
  • Samkennsla á unglingastigi
  • Kennsla í samþættum list- og verkgreinum, hlutastarf
  • Kennsla í íþróttum og sundi, 35% starf
  • Teymiskennsla með öllum kennurum skólans í öðrum greinum eftir þörfum
  • Ber ábyrgð á námi- og velferð nemendahópsins ásamt umsjónarkennurum
  • Vinna samkvæmt aðalnámskrá, skólastefnu Reykhólaskóla og Reykhólahrepps

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf
  • Metnaður og hæfni til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum með áherslu á samþættingu og leiðsagnarnám
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Reglusemi og samviskusemi
  • Hefur hreint sakavottorð
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Flutningsstyrkur er veittur þeim sem flytja að Reykhólum.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin. Við hvetjum alla til að sækja um störfin.

Það kemur til greina að ráða fólk í hlutastörf ef ekki næst að ráða kennara í 100% stöður, einnig kemur til greina að umsjónarkennari sinni list- og verkgreinakennslu og/eða skólaíþróttum.

 

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2024

Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla á netfangið skolastjori@reykholar.is, eða í síma 434-7731 og í 861-2660. Ferilskrá og umsókn sendist á skolastjori@reykholar.is.

Vilt þú vera þátttakandi í vaxandi samfélagi þar sem hver rödd skiptir máli?

Vilt þú taka þátt í að byggja upp samfélag þar sem byggt er undir tækfæri til að hafa áhrif?

Vilt þú taka þátt í þróun á hringrásarsamfélagi með sjálfbærni að leiðarljósi?

Vilt þú vera partur af teymi sem byggir undir framsækið skólastarf?

Ert þú orðinn þreytt/ur á að vera fastur í umferð í hraðanum á höfuðborgarsvæðinu?

Þá er starf í Reykhólaskóla eitthvað fyrir þig.

Reykhólahreppur skartar einstakri náttúrufegurð, sjálfbærri nýtingu auðlinda og góðu mannlífi. Í Reykhólahreppi er öflugt tómstundastarf fyrir börn þar sem hver einstaklingur er mikilvægur og er íþrótta og tómstundastarf barna unnið í samfellu við skólann. Þátttaka í félagslífi fullorðinna einkennist af mörgum frjálsum félagasamtökum og samstarfi við vinnustaði. Staðurinn hentar einstaklega vel fyrir fólk sem stundar útivist, hefur ánægju af náttúrunni og vill hafa áhrif á samfélagið sitt.