fimmtudagurinn 18. júlí 2019

Breyttur tími á skólasetningu!

Skólasetning Reykhólaskóla verður fimmtudaginn 22. ágúst en ekki 21. ágúst eins og áður var auglýst.

fimmtudagurinn 13. júní 2019

Nýr skólastjóri - Anna Björg Ingadóttir

Þriðjudaginn 11. júní tók Anna Björg Ingadóttir við lyklavöldunum af Reykhólaskóla en Ásta Sjöfn hefur sinnt skólastjórastarfinu frá áramótum. Anna Björg Ingadóttir ætti að vera flestum íbúum Reykhólahrepps kunnug en hún kenndi við skólann fyrir þremur árum síðan og hefur nú tekið að sér að leiða skólastarfið í Reykhólahreppi. Velkomin Anna Björg og takk fyrir Ásta Sjöfn. 

 

ţriđjudagurinn 28. maí 2019

Skólaslit

Kæru foreldrar og forráðamenn!

Á morgun, miðvikudaginn, 29. maí verð skólaslit grunnskóladeildar, útskrift skólahóps leikskóladeildar og útskrift nemenda í 10. bekk.

Skólaslitin fara fram í matsal Reykhólaskóla kl. 18:30 og að henni lokinni er nemendum, foreldrum og gestum boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu að hætti Ólafíu. Hlökkum til að hitta ykkur.

Starfsfólk Reykhólaskóla

ţriđjudagurinn 9. apríl 2019

Árshátíđ - Eurovision

Árshátíð Reykhólaskóla verður haldin föstudaginn 12. Apríl. Hátíðin hefst kl. 18:30 og eiga nemendur að mæta kl. 18:00.

Að þessu sinni er yfirskriftin EUROVISION. Nemendur eru búnir að vera að skipuleggja, semja Eurovision-lagið, búa til dansa, hanna búninga, búa til myndbönd og rannsaka þessa vikuna og verður afraksturinn kynntur á föstudaginn.

Gestum gefst svo kostur á að spreyta sig í Eurovision-karokí eftir skemmtiatriðin.

Foreldafélagið sér um veitingarnar og unglingarnir verða með nammisölu.

Miðaverð.:

  • Fullorðnir                          1750 kr
  • Börn 6 – 16 ára                750 kr
  • 5 ára og yngri                   frítt
  • Ellilífeyrisþegar                frítt

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Fyrri síđa
1
234567737475Nćsta síđa
Síđa 1 af 75

Á döfinni

« Ágúst »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón