Fara í efni

Hjúkrunarforstjóri Barmahlíð

19.12.2025
Fréttir

Reykhólahreppur auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra til starfa á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð.

Heimilið hefur pláss fyrir 14 í hjúkrunarrýmum og 2 í hvíldarrýmum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn á hjúkrun og öldrunarþjónustu, sem jafnframt býr yfir leiðtogahæfni og góðri færni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Krafist er hreins sakavottorðs.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Vilhelmsdóttir, hildur@attentus.is hjá Attentus – mannauði og ráðgjöf.

Nánar á laus störf hér á síðunni og hér.