Hjúkrunarforstjóri Barmahlíð
Reykhólahreppur auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra til starfa á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð.
Lögð er áhersla á að veita heimilisfólki góða, faglega og hlýja þjónustu á hverjum tíma og að Barmahlíð sé jafnframt aðlaðandi og traustur vinnustaður. Heimilið hefur pláss fyrir 14 í hjúkrunarrýmum og 2 í hvíldarrýmum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn á hjúkrun og öldrunarþjónustu, sem jafnframt býr yfir leiðtogahæfni og góðri færni í mannlegum samskiptum.
Hjúkrunarforstjóri gegnir lykilhlutverki í starfsemi heimilisins og sameinar faglega forystu, ábyrgð á rekstri og þátttöku í daglegu starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg ábyrgð á hjúkrunar- og umönnunarþjónustu Barmahlíðar.
- Umsjón með og ábyrgð á fjármálum, rekstri og stjórnun heimilisins.
- Stjórnun mannauðs, m.a. ráðningar, vaktaskipulag og leiðsögn starfsfólks.
- Að stuðla að jákvæðu og uppbyggilegu starfsumhverfi með góðum samskiptum og samvinnu.
- Umsjón með gæðamálum og eftirfylgni með lögum, reglum og faglegum viðmiðum.
- Samskipti og samstarf við sveitarstjórn, heilbrigðisþjónustu, aðstandendur og aðra samstarfsaðila.
- Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Barmahlíðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í hjúkrunarfræði og gilt starfsleyfi.
- Reynsla af hjúkrun og umönnun, helst innan öldrunarþjónustu eða sambærilegs sviðs.
- Reynsla af stjórnun, leiðtogahlutverki eða ábyrgðarhlutverki er kostur.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum sem og samvinnu.
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð nálgun.
- Áhugi á stjórnun, faglegri forystu og þróun starfsumhverfis
- Þekking og/eða áhugi á rekstri, mannauðsmálum og skipulagi æskilegt
- Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og færni.
- Góð færni í íslensku, í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Krafist er hreins sakavottorðs.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Vilhelmsdóttir, hildur@attentus.is hjá Attentus – mannauði og ráðgjöf.