Fara í efni

Ársskýrsla Þörungamiðstöðvar Íslands komin út

10.10.2023
Fréttir

Þörungamiðstöð Íslands var stofnuð 2. febrúar 2022. Félagið var stofnað af Reykhólahreppi og Þörungaverksmiðjunni hf.

Tilgangur Þörungamiðstöðvar er meðal annars:

  • Að stunda matvæla- og fóðurrannsóknir, sem og umhverfisrannsóknir með sérstakri áherslu á þörunga og vinna með og veita þjónustu til rannsóknarstofnana og fyrirtækja sem slíkar rannsóknir stunda.
  • Að vinna að þörungaræktun sem og þróun og framleiðslu afurða úr þörungum og veita þjónustu til stofnana og fyrirtækja sem hafa slíkt með höndum.
  • Að stuðla að auknu verðmæti afurða úr sjávargróðri og öðrum strandnytjum.
  • Að stuðla að atvinnuuppbyggingu í Reykhólahreppi, og við Breiðafjörð allan, sem og nýsköpun.

Ársskýrslan er aðgengileg hér