Fara í efni

Sundlaugarverðir óskast í sumarstörf við Grettislaug

Sundlaugarverðir óskast í sumarstörf við Grettislaug

Starfsfólk óskast að Grettislaug sumarið 2024 eða frá 1. júní til 31. ágúst. Grettislaug er opin frá kl. 10 – 22 yfir sumartímann. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.

Helstu verkefni:

Öryggisgæsla við sjónvarpsskjá og laug auk eftirlits á öryggiskerfum.

Afgreiðsla og þjónusta við sundlaugargesti

Baðvarsla og þrif.

Eftirlit með klór, mælingar og skráning.

Eftirlit með hreinlætisvörum, handsápu, þurrkum, klósettpappír.

Uppgjör í dagslok.

 

Hæfnisviðmið;

Reynsla af þjónustustarfi kostur.

Góð íslenskukunnátta skilyrði

Góð mannleg samskipti.

Góðir skipulagshæfileikar.

Hefur ánægju af því að vinna með fólki.

 

Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430-3200 eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

Allt starfsfólk Grettislaugar tekur námskeið fyrir sundlaugarverði í upphafi sumars. 

Laun eru skv. kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Sótt er um á vef Reykhólahrepps eða hér.