Fara í efni

Starfsmaður óskast í Reykhólaskóla frá 1. janúar – 31. maí 2024

380 Reykhólahreppur

Starfsmaður óskast í Reykhólaskóla, sem stuðningur við nemendur frá 1. janúar – 31. maí 2024

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Nám stuðningsfulltrúa eða önnur uppeldismenntun
  • Góð íslenskukunnátta
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Góðir samskiptahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og frumkvæði
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð

Helstu verkefni

  • Aðstoða nemendur við að vera virkir í skólastarfi
  • Aðlaga verkefni að getu nemanda
  • Styrkja jákvæða hegðun nemenda
  • Styðja nemendur í félagslegum samskiptum
  • Frímínútu- og hádegisgæsla með nemendum skólans

Fáist ekki menntaðir stuðningsfulltrúar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu af vinnu með börnum kemur til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.

Um er að ræða 70% starf, en einnig kemur til greina að ráða í minna starfshlutfall sé þess óskað.

Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2023.

Upplýsingar um starfið, umhverfið og húsnæðismöguleika veitir Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla, skolastjori@reykholar.is.

Fríðindi í starfi, flutningsstyrkur fyrir starfsfólk sem flytur til Reykhólahrepps.