Fara í efni

Staða matráðs við Mötuneyti Reykhólahrepps

Reykhólahreppur auglýsir lausa stöðu matráðs við Mötuneyti Reykhólahrepps frá og með 1. mars 2024.

Mötuneyti Reykhólahrepps er samrekið mötuneyti Reykhólaskóla og Hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar.

Matráður hefur umsjón með elhúsi og starfsfólki þess.

Sér um að útbúin sé hollur og fjölbreyttur matur fyrir skólabörn, íbúa Barmahlíðar og starfsfólk í samræmi við markmið Lýðheilsustöð og stefnu Reykhólaskóla og Barmahlíðar.

Vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Reykhólaskóla og Barmahlíðar.

 

Helstu verkefni:

Útbýr morgunmat, millimál, hádegisverð og léttan kvöldverð.

Hefur mannaforráð og umsjón með skipulagi starfs og verkstjórn í mötuneyti

Hefur umsjón með þrifum á matsal og í mötuneyti.

Sér um innkaup á matvöru, áhöldum og tækjum í mötuneyti.

Skipuleggur matseðla, allt að mánuð fram í tímann.

Ber ábyrgð á fjármunum og aðstoðar við gerð fjárhagsáætlunar.

 

Hæfnisviðmið;

Menntun í matargerð er kostur.

Krafa um mikla reynslu á sviði matargerðar.

Reynsla af starfi með börnum er kostur.

Reynsla af starfi á hjúkrunarheimili er kostur.

Góð íslenskukunnátta skilyrði

Góð mannleg samskipti.

Góðir skipulagshæfileikar.

Hefur ánægju af því að vinna með börnum, unglingum og öldruðum.

 

Umsóknarfrestur til 15. mars 2024, upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 430-3200. Sótt er um á vef sveitarfélagsins, eða hér