Fara í efni

Viðburðir á Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum

11.08.2023
Fréttir

Barnamenningarhátíð á Vestfjörðum verður haldin í fyrsta sinn dagana 11.-22. september n.k. Slíkar hátíðir hafa verið haldnar með góðum árangri víða um land og standa vonir okkar til að þessi hátíð nái að festa sig í sessi í fjórðungnum með aukinni þátttöku barna í lista- og menningarlífi, auk þess sem hún veiti grundvöll fyrir þau að skapa sína eigin viðburði. Hátíðin verður til með þátttöku skóla, stofnana, listafólks og barnanna á svæðinu.

Á vormánuðum fékk Vestfjarðastofa styrk frá Barnamenningarsjóði til að halda þessa fyrstu hátíð og er verkefnastjóri Skúli Gautason.

Það sem þarf að koma fram er lýsing á viðburði, fyrir hvaða aldur hann er ætlaður, tímalengd, staðsetning (má vera hugmynd um staðsetningu ef hún liggur ekki fyrir), hvaða tækni/efniviður þarf að vera til staðar og kostnaður. Greitt er fyrir vinnu, ferða- og efniskostnað eftir samkomulagi.

Skúli tekur glaður á móti tillögum, fullmótuðum hugmyndum og öðrum vangaveltum á skuli@vestfirdir.is

Nánar á vef Vestfjarðastofu