Fara í efni

Vestfjarðavegur (60) milli Hallsteinsness og Melaness boðinn út

11.09.2023
Fréttir
mynd af vef Vegagerðar
mynd af vef Vegagerðar

Vegagerðin hefur auglýst úboðið: Vestfjarðarvegur (60) um Gufudalssveit, Hallsteinsnes – Skálanes, fyllingar. Í því felst nýbygging Vestfjarðarvegar á um 3,6 km kafla og bygging um 119 m langrar bráðabirgðabrúar yfir Gufufjörð. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Verkið er einn áfangi af mörgum í uppbyggingu Vestfjarðarvegar um Gufudalssveit, milli Skálaness og Bjarkarlundar, en framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Þar hefur undanfarið verið unnið að því að leggja bundið slitlag en stefnt er að því að opna veginn fyrir umferð í lok októbermánaðar. Þar með verður hægt að leggja af fjallveginn um Hjallaháls sem er í 336 metra hæð.

Af vef Vegagerðarinnar