Fara í efni

Verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar hjá Reykhólahreppi

13.11.2023
Fréttir
Hrafnkell Guðnason
Hrafnkell Guðnason

Fyrir skömmu hóf störf hjá Reykhólahreppi, Hrafnkell Guðnason. Hann var ráðinn til starfa við umsjón framkvæmda og uppbyggingar hjá sveitarfélaginu.

Hrafnkell er viðskiptafræðingur með gráðu í alþjóðlegum viðskiptum. Hann var áður atvinnuráðgjafi hjá samtökum sveitarfélaga á suðurlandi.

Hann er Flóamaður, frá Glóru í Flóahreppi, áður Hraungerðishreppi.

Hrafnkell er með starfsaðstöðu á skrifstofu Reykhólahrepps og netfang hjá honum er hrafnkell@reykholar.is

Hrafnkell er boðinn velkominn til starfa fyrir sveitarfélagið.