Fara í efni

Undirbúningsfundur Reykhólaklasans 20. feb.

15.02.2024
Fréttir

Þriðjudaginn 20. febrúar verður haldinn undirbúningsfundur að stofnun atvinnu- og uppbyggingarklasa í Reykhólahreppi. 

Markmiðið er að skapa umræðu- og samstarfsvettvang fyrir alla sem áhuga hafa á atvinnuþróun, nýsköpun og annari uppbyggingu í Reykhólahreppi.

Fundurinn fer fram í Reykhólabúðinni og hefst kl. 17:00

Á fundinum verður rætt hvort ekki sé þörf á að skapa vettvang hér í sveit sem gæti meðal annars haft það hlutverk að:

  • Verða samstarfsvettvangur fyrir atvinnuþróun, nýsköpun og aðra uppbyggingu í Reykhólahreppi
  • Koma að og hvetja til stefnumótunar í atvinnu- og ferðamálum í Reykhólahreppi
  • Styðja unga bændur til meiri verðmætasköpunar á búum sínum
  • Verða lykilaðili í hagsmunagæslu fyrirtæka/rekstraraðila á svæðinu og málsvari þeirra útá við

Hugmyndin er enn mjög opin en tilgangur fundarins er að fá fleiri hugmyndir og umræður um þörf og væntanlegt hlutverk klasans ásamt því að skipuleggja næstu skref.

Mikilvægt að sem flestir mæti og eru öll sem áhuga hafa á málefninu eru hjartanlega velkomin.