Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd óskar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir góða umgengni

13.08.2025
Fréttir

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd óskar eftir tilnefningum til eftirfarandi verðlauna:

Snyrtilegasti garðurinn

Þessi verðlaun eru ætluð þeim sem hafa lagt metnað í að gera garðana sína snyrtilega og fallega.

 

Snyrtilegasti sveitabærinn

Þessi verðlaun eru ætluð þeim sem hafa lagt mikið upp úr því að huga að umhverfi bæja sinna.

 

Landgræðsla

Fjölmargir hafa staðið að litlum og stórum verkefnum þar sem verið er að græða upp land á einn eða annan hátt og viljum við veita því viðurkenningu.

 

Að lokum

Umhverfisriddari Reykhólahrepps 2025

Þessi verðlaun eru ætluð einstaklingum sem hafa skarað frammúr á einn eða annan hátt á sviði umhverfis-og náttúruverndar.

 

Tilnefningar berist á netfangið hrefna@reykholar.is fyrir laugardaginn 16.ágúst.