Fara í efni

Tillaga að breytingu Aðalskipulags Reykhólahrepps 2020-2024 vegna Króksfjarðarness og Geiradals til auglýsingar

18.09.2025
Fréttir

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti þann 10. september 2025 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Reykhólahrepps 2020-2034 skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Markmið aðalskipulagsbreytingar er að marka stefnu um íbúðarbyggð og atvinnuuppbyggingu á Króksfjarðarnesi og í Geiradal, svo sem ferðaþjónustu og atvinnustarfsemi, sem nýti innviði og auðlindir á svæðinu.

Afmörkuð eru tvö ný verslunar og þjónustusvæði ásamt aðliggjandi svæðum fyrir íbúðarbyggð á Króksfjarðarnesi. Einnig er skilgreint nýtt athafnasvæði í Geiradal.

 Hér er  tillagan og uppdráttur.

Breytingartillagan er til kynningar frá 17. September 2025 með athugasemdarfresti til 29. október 2025.

Tillagan er aðgengileg í Skipulagsgátt á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1049

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum skulu skila þeim inn skriflega í gegnum Skipulagsgáttina eða með tölvupósti til skipulagsfulltrúa á skipulag@dalir.is