Fara í efni

Sumarnámskeið Reykhólahrepps og UMFA

14.05.2024
Fréttir

Sumarnámskeið Reykhólahrepps eru fyrir börn fædd 2012 - 2018.

Námskeiðin verða 3. – 27. júní, mánudaga til fimmtudaga, frá kl. 9:00 - 14:00.

Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 30. maí.

Boðið er upp á fjölbreytt námskeið með hin ýmsu viðfangsefni. Helstu námskeiðin eru:

Reiðnámskeið,

Leiklistarnámskeið,

Bókasmiðja, þar sem leitað er viðfangsefna í bókum,

Könnunarklúbbur , náttúran og samfélagið,

Bogfimi,

Boltaíþróttir,

Íþróttagrunnur - frjálsar íþróttir.

Alls eru 8 leiðbeinendur á námskeiðunum, fólk með þekkingu og reynslu af að vinna með börnum og ungmennum.

Hér eru ítarlegar upplýsingar um námskeiðin