Strandagangan 2025 hefst eftir 9 daga
27.02.2025
Fréttir

mynd SFS
Strandagangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal í Steingrímsfirði, laugardaginn 8. mars 2025. Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröð SKÍ.
Þetta er 31. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.
Sunnudaginn 9. mars heldur fjörið áfram með leikjadegi fyrir börn og unglinga og skíðaskotfimimóti. Ekki láta þetta fram hjá þér fara, þetta verður helgi sem öll muna eftir!