Fara í efni

Staða flokksstjóra í Vinnuskóla Reykhólahrepps

09.05.2024
Fréttir
mynd, reykjavik.is
mynd, reykjavik.is

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða flokksstjóra í Vinnuskóla Reykhólahrepps. Leitað er að öflugum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og hefur gaman af því að starfa með unglingum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Flokksstjóri starfar undir stjórn tómstundafulltrúa. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verksvit og er uppbyggileg og góð fyrirmynd.

Ráðningartímabil júní – ágúst 2024. Unnið er í tveimur lotum á tímabilinu. Fyrri lotan verður 3. júní - 28. júní og seinni lotan 12. ágúst -16. ágúst.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.

Umsókn um starfið ásamt sakavottorði berist á skrifstofu Reykhólahrepps fyrir 15. maí, eða í netfang johanna@reykholar.is

Nánari upplýsingar hjá tómstundafulltrúa í síma 6982559 eða á póstfangið johanna@reykholaskoli.is