Skimun fyrir leghálskrabbameini 5. sept.
28.08.2024
Fréttir
Skimun fyrir leghálskrabbameini fer fram á heilsugæslunni 5. september.
Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is
Boðsbréfið er hægt að sjá á island.is/minarsidur – nota þarf rafræn skilríki í síma eða íslykil.
Petrea Ásbjörnsdóttir ljósmóðir mun annast sýnatökur
Tímabókanir í síma 432 1450