Fara í efni

Reykhólaskóli fékk afhent Bambahús að gjöf frá Skeljungi

16.05.2024
Fréttir

Reykhólaskóli fékk í síðustu viku afhent Bambahús að gjöf frá Skeljungi.

Umsókn skólans var valin úr yfir 70 umsóknum og var styrktarnefnd Skeljungs sammála um að Reykhólaskóli væri framúrskarandi staður þar sem nemendur geta nýtt sér þá fjölbreytni sem Bambahúsin hafa uppá að bjóða.

Nemendur og kennarar eru ánægð með Bambahúsið, fyrstu plönturnar eru komnar niður.

Íbúum Barmahlíðar og öðrum er síðan velkomið að nýta húsið í sumar og líta til með þeim plöntum sem verða í húsinu.

Bambahúsið er tilvalið samfélagsverkefni þar sem heimamenn geta sameinast um gróðurrækt. Það er um að gera hafa kryddjurtir og salat í húsinu í sumar sem getur nýst sem flestum.

Njótum saman uppskeru og borðum grænt.