Fara í efni

Reykhólahreppur er aðili að RECET

01.09.2023
Fréttir

Reykhólahreppur er aðili að RECET verkefninu í gegnum Vestfjarðastofu. Vestfjarðastofa er þátttakandi í verkefninu Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET). 

RECET hlaut styrk fyrr á árinu (2023) styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 milljónum ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnið er samstarfsverkefni fimm landa og fjölmargra sveitarfélaga, og er það leitt af Íslendingum. RECET er ætlað að efla getu sveitarfélaga á fimm svæðum í Evrópu til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin í samvinnu og samstarfi við hagsmunaaðila og atvinnulíf.

Sveitarfélög í dreifðum byggðum munu gegna lykilhlutverki í orkuskiptum og innleiðingu aðgerða sem miða að markmiði Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi 2050 og lögfest markmið Íslands um kolefnishlutleysi 2040. Umtalsverð uppbygging innviða til orkuöflunar, flutnings og dreifingar þarf að eiga sér stað sem krefst aðkomu sveitarfélaga meðal annars í gegnum skipulagsgerð og leyfisveitingar. Verkefnið hefst 1. október 2023 og stendur yfir í þrjú ár.

Fyrir hönd Vestfjarðastofu mun Hjörleifur Finnson halda utan um verkefnið, en hann er nýr verkefnastjóri og veitir frekari upplýsingar, hjorleifur@vestfirdir.is

Hjörleifur Finnson verkefnastjóri