Fara í efni

Reykhóladagar - Ef ég væri grágæs -

02.08.2025
Fréttir

"Ef ég væri grágæs" er skemmtilegt barnaleikrit eftir Ellen Margréti Bæhrenz sem hlaut tilnefningu til Grímunnar árið 2025 sem barnasýning ársins. Sýningin hefur ferðast víða og kemur nú við á Hlunnindasýningunni á Reykhólum þann 13. ágúst kl. 17:00.

Frítt inn!

Leikarar sýningarinnar eru þau Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman. Sýningin er ætluð leikskólabörnum og yngri bekkjum grunnskóla og hefur ríkan boðskap sem á sannarlega erindi við börnin okkar. Hún er 30 mínútur að lengd og boðið verður upp á að taka myndir með leikurunum eftir á.

Nánar um sýninguna:

Grjótgerður var afar merkileg lítil vera, grá á litin, alveg eins og steinn. Hún bjó efst uppi á fjalli þaðan sem hún horfði yfir litríka veröldina. En hún var leið og þung á brá, því hún var bara grá, og henni var farið að leiðast að horfa á lífið þjóta hjá. Skyndilega flaug grágæs yfir höfði Grjótgerðar. Vá! Grágæsin var grá, en samt glöð og hýr á brá! Nú var Grjótgerður komin með svarið, hún skyldi láta breyta sér í grágæs. Því næst lagði hún af stað í ótrúlegt ferðalag. Á ferð sinni kynnist hún dularfullum svifverum, stressuðum skógarálfi og kolkrabba, sem í ljós kemur að hefur töframátt. En hvað gerist næst?

Umsagnir:

“Sýningin var mjög lifandi og greip athygli barnanna um leið. Alls konar furðuverur birtust á vegferð Grjótgerðar og vöktu mikla kátínu hjá börnunum. Við í Hagaborg getum svo sannanlega mælt með þessari sýningu.“

„Góður boðskapur í sýningunni og frábært að svo góðum boðskap sé hægt að koma á framfæri á fyndinn og skemmtilegan hátt.“

„Heilt yfir skemmtileg upplifun sem skyldi mikið eftir sig hjá starfsfólkinu og börnunum í Bergheimum.“