Opnuð tilboð í brúasmíði yfir Djúpafjörð og Gufufjörð

Opnuð voru í dag tilboð í byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi (60) um Gufudalssveit. Annars vegar er um a ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar.
Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik kr.
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík. 2.175.644.358 133,9 549.630.338
Leonhard Nilsen & Sønner as, Noregi 1.852.194.945 114,0 226.180.925
Sjótækni ehf., Tálknafirði 1.705.125.000 105,0 79.110.980
Áætlaður verktakakostnaður 1.624.595.000 100,0 1.419.020
VBF Mjölnir ehf., Selfossi 1.626.014.020 100,1 0
Eftir er að bjóða út smíði stálbogabrúar á Djúpafjörð sem verður 250 m. löng. Stefnt er að því að bjóða það út í haust.