Fara í efni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ljósleiðara í þorpinu á Reykhólum

17.07.2025
Fréttir

Kæru íbúar Reykhóla

Fjarskiptafélag Reykhólahrepps hyggst leggja ljósleiðarakerfi í þéttbýlinu á Reykhólum. Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir nú síðsumars og eru verklok áætluð síðla hausts, en í síðasta lagi fyrri hluta árs 2026. Félagið leggur ljósleiðara inn fyrir útvegg og að tengistað og tengir heimtaugina um fyrirhugað ljósleiðaraaðgangsnet félagsins að miðpunktum kerfisins.

Verkefnið verður fjármagnað með styrk frá Fjarskiptasjóði, framlagi Fjarskiptafélags Reykhólahrepps og tengigjöldum frá fasteignaeigendum á Reykhólum. Til þess að af framkvæmd geti orðið er mikilvægt að tengt verði í sem allra flestar fasteignir á Reykhólum.

Tengigjald fyrir hverja fasteign er kr. 150.000.- sem má greiða í einu lagi eða skipta niður í nokkrar greiðslur eftir samkomulagi.

Umsóknareyðublaði má hlaða niður HÉR en má líka finna á heimasíðu Reykhólahrepps undir „eyðublöð“

Undirritaðri og vottaðri umsókn skal skila í á netfangið skrifstofa@reykholar.is eða skila því útprentuðu á skrifstofu Reykhólahrepps, í síðasta lagi föstudaginn 8. ágúst 2025.

Þeir fasteignaeigendur sem vilja ekki fá tengingu núna en hyggjast mögulega fá hana síðar, munu þá þurfa að greiða kostnað við tengingu að fullu því styrkur Fjarskiptasjóðs og framlag Fjarskiptafélags Reykhólahrepps er bundið við þessa framkvæmd.

Frekari upplýsingar veitir Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar hjá Reykhólahreppi, í tölvupósti hrafnkell@reykhólar.is eða í síma 775-6979