Fara í efni

Nýtt gufubað bráðum tekið í notkun við Grettislaug

30.07.2025
Fréttir

Innan tíðar verður hægt að slaka á í saunatunnu við sundlaugina á Reykhólum. Tunnan er komin á staðinn og tiltölulega fljótlegt að tengja hana svo hægt verði að koma henni í gagnið .

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Kristófer Abbey sundlaugarvörður tók á móti tunnunni við Grettislaug.