Fara í efni

Nýja slökkvistöðin í Flatey formlega tekin í notkun

10.07.2023
Fréttir
Fjölmenni við opnun Hólsbúðar, mynd Hermann Þór Snorrason/mbl.is
Fjölmenni við opnun Hólsbúðar, mynd Hermann Þór Snorrason/mbl.is

Ný slökkvistöð, sem fengið hef­ur nafnið Hóls­búð, var tek­in í gagnið í Flat­ey við fjöl­menna og hátíðlega at­höfn í gær. Heim­ir Sig­urðsson, formaður Flat­eyj­ar­veitna, seg­ir til­komu Hóls­búðar mik­inn og merk­an áfanga í al­manna­vörn­um Flat­eyj­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Flat­eyj­ar­veit­um.

Slökkvistöðin er 85 fer­metra tré­grind­ar­hús þar sem hægt er að finna ýms­an bráðabúnað. Þar er til dæm­is drátt­ar­vél og haugsuga sem inni­held­ur 5.000 lítra af vatni. Tæk­in eru til­bú­in til notk­un­ar, en þau voru gjöf frá af­kom­end­um hjón­anna í Bents­húsi.

Flat­eyj­ar­veit­ur og Fram­fara­fé­lag Flat­eyj­ar sáu um bygg­ingu húss­ins í sam­vinnu við Reyk­hóla­hrepp. Þor­varður Lár­us Björg­vins­son hjá ARKÍS hannaði húsið og bygg­inga­stjóri var Bald­ur Þor­leifs­son húsa­smíðameist­ari.

mynd, Hermann Þór Snorrason

Yfir 200 manns í Flat­ey á sumr­in

„Verk­efnið er sam­fé­lags­mál okk­ar sem hér eig­um hús, dvelj­um til skemmri eða lengri tíma eða höf­um fasta bú­setu,“ er haft eft­ir Heimi í frétta­til­kynn­ingu Flat­eyj­ar­veitna. „Hér er dvalið og búið í um 35 hús­um og í Flat­ey eru oft um og yfir 200 manns á sumr­in. Í öll­um hús­um eru slökkvi­tæki auk þess að við höf­um komið fyr­ir 6 bruna­hön­um í þorp­inu sem nýt­ast sem fyrstu bjarg­ir.“

Í til­kynn­ing­unni kem­ur einnig fram að með nýju slökkvistöðinni séu nú komn­ar for­send­ur til að bregðast fyrr við en ella ef hætta steðji að á svæðinu. Þá sé mik­il­vægt að tengja sam­an bruna­varn­aráætl­un Reyk­hóla­hrepps og viðbragðsáætl­un í Flat­ey.

Af mbl.is