Loftlínum fækkar í Reykhólahreppi
24.02.2025
Fréttir

Arnór Ragnarsson og Ólafur Smárason taka upp gömlu línuna.
Stærstur hluti raflína í Reykhólahreppi er kominn í jörð. Nú í vetur var aftengd loftlína frá Bjarkalundi að Djúpadal. Sú lína var liðlega 10 km. með heimtaugum að Kinnarstöðum og Gröf. Auk þess var aftengdur sæstrengur yfir Þorskafjörð, rúmlega 1,5 km.
Í stað þessarar línu var tengdur jarðstrengur sem lagður var meðfram nýja veginum yfir Þorskafjörð og fyrir Hallsteinsnes.
Þegar þessi loftlína er aflögð er eftir línan frá Djúpadal að Kletti í Kollafirði liðlega, 20 km.