Fara í efni

Ljóðaflóð í 17 skólum

01.02.2025
Fréttir

Vinátta og sterkar tilfinningar voru áberandi í ljóðum grunnskólanema í ljóðasamkeppninni Ljóðaflóði sem Miðstöð menntunnar og skólaþjónustu stóð fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur sömdu líka ljóð um náttúruna, skólann, jólin, drauga, ofbeldi, frið o.fl. Alls bárust 128 ljóð frá 17 skólum víðs vegar að af landinu, 68 ljóð frá unglingastigi, 39 frá miðstigi og 21 ljóð frá yngsta stigi.

Dómnefnd valdi eitt verðlaunaljóð á hverju stigi og fengu vinningshafar bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Auk þess gefst nemendum tækifæri til að flytja verðlaunaljóð sín á KrakkaRÚV.

Nemendur yngsta stigs í Reykhólaskóla voru meðal þátttakenda og hér má sjá skemmtilegu vísurnar sem þau ortu.