Lífrænt frá heimilum – tilkynning frá Íslenska gámafélaginu
05.12.2025
Fréttir
Af gefnu tilefni er minnt á að lífrænn úrgangur verður að vera í bréfpokum.
Það hefur verið að aukast að notast sé við höldupoka úr búðum, maíspoka og plastpoka.
Sorpa hefur gert athugasemd við það og segist ekki ætla að taka við meira af því.
Núna verður tekið mjög hart á þessu og búið er að ítreka við starfsfólk að ekki eigi að losa tunnur með lífrænum úrgangi ef innihald tunnunnar er ekki í lagi.