Fara í efni

Lengdur umsóknarfrestur í Frumkvæðissjóð FF&F

19.08.2025
Fréttir

Verkefnisstjórn Fjársjóðs fjalla og fjarða hefur ákveðið að lengja umsóknarfrest í Frumkvæðissjóð um tvær vikur, til 3. september, klukkan 16:00. Við hvetjum íbúa til að senda inn vandaðar umsóknir og nýta þetta góða tækifæri.

Verkefnisstjóri býður upp á ráðgjöf fyrir áhugasama, bæði hvað varðar hugmyndavinnu og gerð umsókna.

Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 3. sept. kl. 16:00.

Alls eru 11.000.000 kr. til úthlutunar í þessari fyrstu umferð.

Meginmarkmið verkefnisins:

  • Jákvætt og umburðarlynt samfélag
  • Samstaða um auðlindanýtingu
  • Frjótt atvinnu- og mannlíf

Verkefnisstjórn Fjársjóðs fjalla og fjarða mun fara yfir innsendar umsóknir og leggja mat á verkefni með hliðsjón af gæðum hugmynda, samfélagslegum áhrifum og í samræmi við markmið verkefnisins.

Meira hér.