Kvennaverkfall 24. október
Í ár eru 50 ár liðin frá kvennaverkfalli árið 1975. Af því tilefni boða samtök kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópar til samstöðufunda undir yfirskriftinni kvennaverkfall, föstudaginn 24. október sem fara fram víðsvegar um landið.
Reykhólahreppur mun fara eftir tilmælum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á þessum degi og hafa stjórnendur sveitarfélagsins verið hvattir til, í samráði við starfsfólk sitt, að gera konum og kvárum mögulegt að taka þátt í skipulagðri dagskrá á þessum degi. Skipulag verði þó að taka mið af því að nauðsynlegustu almannaþjónustu sé sinnt.
Er þetta gert í framhaldi af bókun sveitarstjórn Reykhólahrepps á fundi sem fór fram 8. október s.l. þar sem stjórnendur sveitarfélagsins voru hvattir til að vera sveigjanlegir gagnvart konum og kvárum á þessum kvennafrídegi eins og hægt er og fagna deginum með þeim konum og kvárum sem ekki geta lagt niður störf.
Það gæti því orðið einhver skerðing á þjónustu á vegum Reykhólahrepps föstudaginn 24. október og munu þá tilkynningar þess efnis birtast frá viðkomandi stofnunum.