Komdu í fótbolta með Mola
21.06.2024
Fréttir
Verkefnið "Komdu í fótbolta með Mola" hófst mánudaginn 3. júní, sjötta sumarið í röð. Siguróli Kristjánsson, betur þekktur sem Moli, er umsjónarmaður verkefnisins og mun hann ferðast um landið í sumar.
Markmiðið með verkefninu er að kynna fótbolta og veita krökkum sem búa á minni stöðum á landinu aðgengi að fótboltaæfingu í sinni heimabyggð því nokkuð algengt er að krakkar sæki fótboltaæfingar út fyrir sinn heimabæ á minni stöðum á landsbyggðinni. Einnig vill KSÍ með verkefninu hvetja krakka til að hreyfa sig, borða hollan og næringarríkan mat, sofa nóg og minnka skjánotkun.
Moli kemur í heimsókn á Reykhóla mánudaginn 24. júní kl. 14:00. Æfingin verður á pönnuvellinum við skólann á Reykhólum.