Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu níræð

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrv. alþingismaður er níræð í dag. Hún fæddist í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi og ólst að mestu upp á Ísafirði.
Jóna Valgerður sat á Alþingi frá 1991 til 1995 fyrir Kvennalistann og sat í fjárlaganefnd, samgöngunefnd og Vestnorræna þingmannaráðinu. Hún sat 4 ár í Flugráði og var kosin í bæjarstjórn Ísafjarðar vorið 1996, en flutti þá um haustið að Mýrartungu 2 í Reykhólasveit ásamt manni sínum, Guðmundi Ingólfssyni, sem þá var ráðinn sveitarstjóri þar. Eftir andlát hans í mars árið 2000 sinnti hún sveitarstjórastarfinu til ársloka 2002.
Jóna Valgerður sat um tíma í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hún var formaður landssambands eldri borgara í fjögur ár. Jóna Valgerður var sæmd fálkaorðunni árið 2011 fyrir félagsstörf á landsbyggðinni.