Fara í efni

Hjóla hringinn um Vestfirði

02.07.2023
Fréttir
Stuðmenn sögðust aldrei hafa séð aðra eins gommu af reiðhjólum.. í myndinni Með allt á hreinu
Stuðmenn sögðust aldrei hafa séð aðra eins gommu af reiðhjólum.. í myndinni Með allt á hreinu

Nú stendur yfir hjólakeppni, Arna Westfjords Way Challenge, sem er einn liður í skipulögðum keppnum og hjólaferðum á vegum Cycling Wesfjords.

Reyndar er Vestfjarðahringurinn aðeins teygður, því að hjólað var suður Strandir, yfir Laxárdalsheiði í Hvammsfjörð og fyrir Fellsströnd og Skarðsströnd. Leiðin er alls 960 km. og er skipt í 4 hluta, 210 til 255 km. hvern. Þátttakendur eru liðlega 80 en einhverjir hafa helst úr lestinni eins og gengur.

Í gær var áfangi frá Vogi á Fellsströnd og til Patreksfjarðar, 246 km. og rúml. 2700 m. hækkun, en svo eru brekkur niður í móti tilsvarandi. Á þeirri leið er Reykhólahreppur hjólaður endilangur. Það er um helmingur áfangans, eða nálægt 120 km.

Keppendur fengu sér hressingu og hvíldu sig aðeins í Króksfjarðarnesi, meðfylgjandi myndir voru teknar þar.

Sumir voru að fara þegar aðrir komu í hlað.

Einn af trússbílunum.

Síðasti áfanginn, frá Patreksfirði til Ísafjarðar, nefnist Arctic Fish Midnight Special og er lagt upp frá Patreksfirði á miðnætti aðfaranótt sunnudags 2. júlí.

Hér má sjá keppnina.