Heitt á könnunni í Króksfjarðarnesi
08.10.2025
Fréttir

Fyrir nokkrum árum voru hannyrðakvöld vikulega á veturna, í handverkshúsinu í Króksfjarðarnesi. Það var mjög frjálslegt, það eina sem þurfti að gera var að mæta og blanda geði við skemmtilegt fólk. Þetta hefur legið niðri síðustu missiri, en nú ætlar Assa í samvinnu við ungmennafélagið Aftureldingu að taka upp þráðinn og bjóða fólki að koma og hittast alla fimmtudaga kl. 17:00.
Það er um að gera að kíkja inn og þá er mjög líklegt að það kvikni hugmynd að einhverju sem hægt er að gera sér og öðrum til gamans.