Handverksmarkaður Össu opinn áfram
23.09.2025
Fréttir

Handverksmarkaðnum verður ekki lokað núna um mánaðamótin, eins og auglýst hefur verið.
Gerð verður tilraun með að hafa opið fram í desember, en vera má að opnunartíminn breytist. Það verður auglýst með fyrirvara ef breytingar verða.
Núna er opið alla daga 10 - 18 og verður eitthvað áfram.